
Fegurðin í Flóanum
ÞJÓRSÁR- OG FOSSABRAUT
Búgarðsjarðir/lögbýli

Skipulag
Byggingarmagn hverrar jarðar er allt að 300m² íbúðarhús sem má vera á einni til tveimur og hálfri hæð. Mænishæð má vera 9 metrar. Þá er heimilt að byggja 100m² gestahús á einni til einni og hálfri hæð og 400m² útihús með allt að 6 metra mænishæð. Seljandi getur veitt kaupendum ráðgjöf og aðstoð við skipulags-byggingamál á hverri jörð.
Samkvæmt skipulagi skal útlit húsanna vera heilstætt og hefur tóninn verið gefinn af landeigenda. Landið er alls um 130 hektarar að stærð og er stefnt á að leggja þar góðar göngu- og reiðleiðir.
Þjórsárbraut
Svæðið
Búgarðsjarðirnar/lögbýlin eru staðsett rétt austan við Selfoss, skömmu áður en komið er að afleggjaranum að Urriðafossi í Þjórsá, aðeins 50 mín keyrslu frá höfuðborginni og 10 mín keyrslu frá Selfossi. Jarðirnar eru allt frá 11 - 12,5 hektara að stærð með glæsilegu útsýni til fjalla.
